Skip to main content

Kristín Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Kjörbúðarinnar, og Ásdís Ragna Valdimarsdóttir, markaðsstjóri Kjörbúðarinnar.

Kjör­búðin býður upp á yfir 1.500 lyk­il­vör­ur á lág­vöru­verði, og hef­ur nú merkt þær með græn­um punkti til að auðvelda viðskipta­vin­um að þekkja þær. Lyk­il­vör­ur eru þær vör­ur sem eru mest keypt­ar af ná­grönn­um hverr­ar versl­un­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Kjör­búðinni.

Seg­ir þar að „Lyk­il­vör­ur á lág­vöru­verði“ séu hluti af þeirri stefnu Kjör­búðar­inn­ar að tryggja hag­kvæma versl­un í heima­byggð, en lyk­il­vör­ur séu þær vör­ur sem heima­fólk kaup­ir mest inn fyr­ir heim­ilið.

Ný­lega var vör­un­um fjölgað úr 1.000 í 1.500, og eru þær nú all­ar merkt­ar með græn­um punkti á hillumiðanum. Viðskipta­vin­ir eru sagðir geta treyst því að vara merkt með græn­um punkti sé alltaf á sam­bæri­legu verði og í lág­vöru­verðsversl­un.

Stand­ist alltaf sam­an­b­urð

„Hug­mynd­in að grænu punkt­un­um spratt upp frá at­huga­semd­um viðskipta­vina okk­ar um það hvernig við get­um best mætt ósk­um þeirra um lægra vöru­verð,“ er haft eft­ir Ásdísi Rögnu Valdi­mars­dótt­ur, markaðsstjóra Kjör­búðar­inn­ar, í til­kynn­ingu.

„Valið á þess­um vör­um bygg­ir á því hvaða vör­ur eru mest seld­ar bæj­ar­bú­um og nærsveit­ung­um hverr­ar versl­un­ar, og get­um við því verið sveigj­an­leg í því vali til að mæta kröf­um og þörf­um á hverj­um stað.

Okk­ar lof­orð er að verðið á punkta­merkt­um vör­um stand­ist alltaf sam­an­b­urð við verð á sam­bæri­leg­um vör­um hjá lág­vöru­verðsversl­un­um.“

Sex­tán versl­an­ir

Kjör­búðin er sú versl­un­ar­keðja sem rek­ur flest­ar versl­an­ir utan höfuðborg­ar­svæðis­ins, eða 16 tals­ins, sem fel­ur í sér ákveðna stærðar­hag­kvæmni. Þá hag­kvæmni seg­ist Kjör­búðin nýta sér til að halda uppi góðum rekstri, og að hún geti þar með komið bet­ur til móts við þarf­ir kjarna-viðskipta­vina.

„Að reka mat­vöru­versl­un í byggðum þar sem fólks­fjöld­inn ber ekki stór­ar lág­vöru­verðsversl­an­ir krefst mik­ill­ar út­sjón­ar­semi,“ er haft eft­ir Krist­ínu Gunn­ars­dótt­ur, rekstr­ar­stjóra Kjör­búðar­inn­ar.

„Við höf­um gripið til margra aðgerða til að halda vöru­verði sem lægstu og höf­um spyrnt á móti verðhækk­un­um birgja. Það ger­um við til að tryggja íbú­um þjón­ustu og versl­un í heima­byggð, en líka til að vera raun­hæf­ur kost­ur fyr­ir íbú­ana. Þannig halda hags­mun­ir okk­ar áfram að liggja sam­an.“