Skip to main content

Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn!

Kjörbúðin vill óska ykkur innilega til hamingju með barnið og bjóða ykkur að þiggja vöggugjöf frá okkur. Gjöfin inniheldur fjölbreyttar nauðsynjavörur frá Änglamark, sem er leiðandi vörumerki í lífrænum, umhverfisvænum og ofnæmisprófuðum vörum á Norðurlöndunum. Vörurnar eru valdar sérstaklega til að styðja ykkur á fyrstu vikunum. Gjöfin inniheldur:

  • Bleyjur
  • Blautþurrkur
  • Bossakrem
  • Snuddur
  • Lekahlífar
  • Barnaolía
  • Bómull

Hafa ber í huga þegar sótt er um vöggugjöf Kjörbúðarinnar að:

  • Vöggugjöfin er ætluð börnum í sveitarfélögum Blönduós, Bolungarvík, Dalvík, Djúpavogi, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Garði, Grundarfirði, Hellu, Ólafsfirði, Neskaupstað, Sandgerði, Seyðisfirði, Siglufirði, Skagaströnd og Þórshöfn og börn þurfa að hafa lögheimili í þessum sveitarfélögum.
  • Vöggugjöfin er hugsuð fyrir börn yngri en 3 mánaða.
    Ætlast er til að foreldri sæki um gjöf fyrir barnið, ekki aðrir aðstandendur.
  • Gert er ráð fyrir einni vöggugjöf á barn
  • Þegar sótt er um vöggugjöf þarf að velja Kjörbúð til að sækja gjöfina í.
  • Ekki er hægt að skipta um búð eftir að umsókn hefur verið skilað inn.
  • Gjöfina þarf að sækja innan 14 daga frá því að tilkynning um að gjöfin sé tilbúin berst með tölvupósti.
  • Það er ekki hægt að skila né skipta vörum úr vöggugjöfinni.

Má bjóða þér vöggugjöf?

Fylltu út skráningarformið hér að neðan og við tökum saman gjöfina fyrir þig. Við látum þig síðan vita þegar hún er tilbúin í valdri Kjörbúð.