Skip to main content

Samtals söfnuðust 8,4 milljónir í sjóð Bryndísar

Sam­tals söfnuðust 8,4 millj­ón­ir í Minn­ing­ar­sjóð Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur, sem lést af sár­um sín­um nokkr­um dög­um eft­ir hnífstungu­árás á Menn­ing­arnótt. Safnaðist upp­hæðin með sölu á friðarkert­um í versl­un­um og með áheita­söfn­un nem­enda við Sala­skóla, en þar var Bryn­dís Klara nem­andi.

Halla Tóm­as­dótt­ir, vernd­ari minn­ing­ar­sjóðsins, tók í dag við 6,9 millj­ón­um sem söfnuðust af sölu Krón­unn­ar, Bón­uss, Nettós og Hag­kaupa á friðarkert­un­um.

Nem­end­ur við Sala­skóla af­hentu Höllu einnig 1,45 millj­ón­ir sem þau söfnuðu með áheit­um af hlaupi.

Minn­ing­ar­sjóður­inn mun styðja við verk­efni sem miða að því að vernda börn gegn of­beldi og efla sam­fé­lag þar sem sam­kennd og sam­vinna eru í for­grunni.

Áheitahlaup nemenda Salaskóla.
Áheita­hlaup nem­enda Sala­skóla. Ljós­mynd/​Aðsend