Skip to main content
Category

Uncategorized

Nýbakaðir foreldrar á Austurlandi fá gjafir

Nýbakaðir for­eldr­ar í Fjarðabyggð þurfa ekki að ótt­ast bleyju­skort og fleira því nú hef­ur Kjör­búðin sem er í eigu Sam­kaupa í sam­starfi við sveita­fé­lagið Fjarðabyggð tekið hönd­um sam­an.

„Fjarðabyggð er stolt af því að fá að taka þátt í þessu verk­efni með Sam­kaup­um og vera þar með fyrsta sveit­ar­fé­lagið til þess. Fjarðabyggð er barn­vænt sveit­ar­fé­lag þar sem börn kom­ast í leik­skóla eft­ir fyrsta ald­ursár og vilj­um við gera vel á fyrstu vik­um barns með því að létta und­ir og stuðla að já­kvæðri upp­lif­un meðal nýbakaðra for­eldra,” seg­ir Har­ald­ur Lín­dal Har­alds­son, upp­lýs­inga­full­trúi á skrif­stofu bæj­ar­stjóra Fjarðabyggðar.

Vöggu­gjöf­in inni­held­ur nauðsynja­vör­ur fyr­ir fyrstu vik­urn­ar í lífi barns og for­eldra, svo sem bleyj­ur, blautþurrk­ur, bossakrem, snuð, leka­hlíf­ar, brjóstakrem, barna­ol­íu og bóm­ull. Hug­mynd­in að vöggu­gjöf Kjör­búðar­inn­ar bygg­ir á barns­b­urðarpökk­um af svipuðum toga sem þekkj­ast víða er­lend­is og inni­halda nauðsynja­vör­ur fyr­ir nokkr­ar vik­ur og allt upp í fyrstu mánuðina í lífi barns.

Slík­ar vöggu­gjaf­ir hafa notið mik­illa vin­sælda þar sem þær eru í boði og að sama skapi hlotið tölu­verða at­hygli hér á landi.

„Kjör­búðin rek­ur versl­an­ir í flest­um bæj­um sem til­heyra sveit­ar­fé­lag­inu, eða þrjár tals­ins: á Eskif­irði, Fá­skrúðsfirði og Nes­kaupstað. Vöggu­gjöf­in er okk­ar fram­lag til þess að bjóða nýj­ustu íbúa Fjarðabyggðar vel­komna í heim­inn. Við vit­um að það er að mörgu að huga fyrstu vik­urn­ar í lífi barns og okk­ur finnst auðvitað dá­sam­legt að geta létt und­ir með fjöl­skyld­um með þess­um hætti. Við höf­um í gegn­um tíðina átt í góðu sam­starfi við Fjarðabyggð, og það er frá­bært að taka þetta stóra skref sam­an,“ seg­ir Bergrún Ósk Ólafs­dótt­ir, verk­efna­stjóri um­hverf­is- og sam­fé­lags­mála hjá Sam­kaup­um.

„Við vilj­um að íbú­um í ná­grenni Kjör­búða líði vel og upp­lifi ör­yggi með aðgengi að nauðsynja­vör­um. En við erum oft­ar en ekki eina versl­un­in í þeim bæj­um þar sem við störf­um og leggj­um alltaf höfuðáherslu á að sinna því hlut­verki vel, ekki ein­ung­is sem mat­vöru­versl­un, held­ur einnig sem þátt­tak­andi í sam­fé­lag­inu. Því finnst okk­ur dýr­mætt að fá að styðja við vax­andi fjöl­skyld­ur í okk­ar næsta ná­grenni og von­um að gjöf­in komi að góðum not­um,” bæt­ir Bergrún við.