Skip to main content

Finndu grænu punktana

Við höfum nú merkt úrval okkar af vörum sem eru á lágvöruverði. 

Það eru um 1.500 vörur sem eru merktar með grænum punkti til að auðvelda viðskiptavinum að finna þær í verslunum okkar. 

Hvaða vörur eru þetta?

Þetta eru uppáhalds vörur viðskiptavina, þær vörur sem viðskiptavinir Kjörbúðarinnar kaupa mest af í öllum vöruflokkum 🛒 

Vörurnar eru valdar með það í huga að mæta þörfum viðskiptavina og tryggja að þeir fáir alltaf hagkvæmasta verðið í heimabyggð. 

Hvað þýðir græni punkturinn? 

🟢 Græni punkturinn á hillumiðanum tryggir að varan sé á sambærilegu verði og í lágvöruverslun. 

🟢 Vörurnar eru valdar út frá vinsældum meðal viðskiptavina, sem þýðir að þær eru þær mest keyptu og mikilvægustu fyrir heimilið. 

🟢 Með yfir 1.500 vörur í boði, er hægt að vera viss um að finna allt sem þarf á hagstæðu verði. 

Verðið á punktamerktum vörum standast alltaf samanburð við verð á sambærilegum vörum hjá lágvöruverslunum.