Um Kjörbúðina

Verslanir Kjörbúðarinnar eru staðsettar á landsvísu. Við kappkostum að bjóða gott úrval, lágt verð og ferskar vörur á hverjum stað. Kjörbúðin gerir viðskiptavinum sínum kleift að versla daglega allar helstu nauðsynjavörur á samkeppnishæfu verði. Vikulega bjóðum við upp á girnileg og fjölbreytt tilboð og spannar úrvalið allt frá þurrvöru yfir fersk vöru.

Styrktarstefna Kjörbúðarinnar

Eitt af viðfangsefnum Kjörbúðarinnar í samfélagslegri ábyrgð er að veita styrki á landsvísu til samfélagsverkefna.

Megin áhersla Kjörbúðarinnar í styrktarmálum er að styðja við þau verkefni sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna í æskulýðs- og íþróttastarfi í nærsamfélögum Kjörbúðarinar.

Styrkirnir endurspegla áherslur fyrirtækisins um þátttöku í samfélaginu og snúa að eftirfarandi flokkum:

 

Heilbrigður lífsstíll
Meðal annars er átt við hollan mat og næringu, heilsueflandi forvarnir, hreyfingu og íþróttir.

 

Æskulýðs- og forvarnarstarf
Meðal annars er átt við hvers kyns æskulýðs- og félagsstarf barna og ungmenna, forvarnir sem snúa að börnum og ungmennum og íþróttir barna og ungmenna.

 

Umhverfismál
Meðal annars er átt við minni sóun, endurvinnslu, nýtingu auðlinda, sjálfbærni, vistvæna þróun og loftslagsmál.

 

Mennta, menningar og góðgerðarmál
Meðal annars er átt við menntamál sem snúa að verslun, mannúðarmál, góðagerðar- og hjálparstarf, listir og menningarmál.

 

Upphæðir styrkja ráðast af áherslum, verkefnum og fjölda umsókna hverju sinni.

 

Stjórn sjóðsins tekur ákvörðun um styrki. Stjórn sjóðsins er skipuð stjórnendum fyrirtækisins og óháðum fagaðilum og sérfræðingum.

 

Samfélagssjóður Kjörbúðarinnar styrkir ekki trúfélög, stjórnmálaflokka, ferðalög einstaklinga eða félaga, verkefni sem byggjast á persónulegum hagsmunum eða viðskiptatengslum.

 

Lýsa þarf vandlega þeim verkefnum eða málefnum sem sótt er um styrk fyrir og markmiðum þeirra.

 

Umsóknarfrestur er til 15. mars

 

Smelltu hér til þess að sækja um styrk.